Debetkort Landsbankans

Debetkort Landsbankans er öruggt og þægilegt greiðslukort sem þú getur notað til að versla á netinu og greiða snertilaust á fjölmörgum sölustöðum um allan heim.

 

 

Skýring Skýring Skýring Skýring Skýring

 

 

Snertilaust

  • Þú getur greitt allt að 5.000 kr. snertilaust í öllum posum sem eru merktir snertilausa merkinu. Þú leggur kortið einfaldlega að posanum án þess að slá inn PIN-númer og bíður þar til færslan er samþykkt.

Snertilausar greiðslur með
debetkortinu

Debetkortið er snertilaust kort sem þýðir að þú getur greitt lægri upphæðir með því einu að leggja kortið að posanum en þarft ekki að stinga því inn í posann eða slá inn PIN-númer nema í upphafi til að virkja kortið eða í öryggisskyni. Hámarksupphæð á snertilausri greiðslu er 5.000 krónur.

Þú getur notað debetkortið
þitt á netinu

Debetkortið þitt er með 16 stafa kortanúmer og þriggja stafa öryggisnúmer. Þessi númer virka eins og kreditkortanúmer sem þýðir að þú getur notað kortið til að greiða fyrir vörur og þjónustu í netverslunum og almennt á öllum þeim stöðum sem taka við debetkortagreiðslum á netinu.

Alþjóðlegt VISA debetkort og nýjustu öryggisstaðlar

VISA debetkort og snertilausar greiðslur eru í notkun víða í heiminum. Kortið er alþjóðlegt VISA kort sem fylgir nýjustu öryggisstöðlum og tekið er við því á mun fleiri stöðum en eldri debetkortum. Það er auðvelt að greiða snertilaust og öryggisráðstafanir lágmarka misnotkun. Nánar um öryggi í Spurt og svarað.

 

 


Svona virkjar þú kortið þitt

Áður en þú notar nýja debetkortið þitt þarftu að kynna þér nýja PIN-númerið þitt. Það er meðal annars aðgengilegt á forsíðu Landsbankaappsins og netbanka Landsbankans á aðgerðahnappi fyrir aftan viðeigandi bankareikning á "Síðan mín". Þú getur einnig óskað eftir útprentuðu PIN-númeri í síma 410 4000 eða næsta útibúi.

Nánar um PIN-númer

Debetkortið og eiginleikar eins og snertilausar greiðslur virkjast við fyrstu greiðslu. Um leið samþykkir þú skilmála kortsins.

 


Apple Pay

Apple Pay gerir þér kleift að borga hratt og örugglega með símanum, á netinu og í öppum. Settu Landsbankakortið þitt í Apple Wallet og byrjaðu að nota Apple Pay.

Nánar um Apple Pay

Kortaapp Landsbankans (Android)

Sækja kortaappið - Android

Í kortaappi Landsbankans (fyrir Android stýrikerfi) getur þú geymt bæði debet- og kreditkortin þín í farsímanum og borgað með símanum í posum sem bjóða snertilausa virkni.

Nánar um kortaapp Landsbankans
Athugasemd vegna kortafærslu

Ef gera þarf athugasemd vegna kortafærslu þarf að fylla út viðkomandi eyðublað.

Undirskrift korthafa er nauðsynleg ef endurkrafa er gerð vegna færslu og öll gögn sem styðja endurkröfumál þurfa að fylgja eyðublaðinu.