Kreditkort

Landsbankinn býður upp á fjölbreytt úrval kreditkorta. Kortin hafa mismunandi eiginleika m.t.t. fríðinda, ferðatrygginga, greiðsluleiða og árgjalda og ættu allir að geta fundið kreditkort við sitt hæfi.

Ný kreditkort

Öll ný kort frá Landsbankanum eru nú snertilaus, sem þýðir að þú getur greitt lægri upphæðir án þess að stinga kortinu í posa eða nota PIN númer. Öryggisráðstafanir lágmarka hættu á misnotkun en Visa greiðslukort og snertilausar greiðslur hafa verið í notkun víða í heiminum um skeið sem þýðir að þú getur notað nýja kreditkortið snertilaust á milljónum sölustaða.

 

Snertilausar greiðslur með greiðslukortumÞú getur breytt heimildinni á kortinu

Nú er hægt að breyta kreditkortaheimildinni á einfaldan máta í Landsbankaappinu og í netbankanum þegar þér hentar. Þú sérð strax hvert svigrúmið er til breytinga á heimildinni. Ef þörf er á frekari fyrirgreiðslu umfram það sem hægt er að sækja í sjálfvirku ferli er hægt að senda inn beiðni um hærri heimild í appinu og netbankanum.

Innskráning í netbankann

 

 

Aukakrónur

Aukakrónur er fríðindakerfi Landsbankans og geta viðskiptavinir Landsbankans safnað og notað Aukakrónur sé kreditkort þeirra tengt Aukakrónusöfnun. Í hvert skipti sem þú notar kreditkortið þitt safnar þú Aukakrónum en þú getur fylgst með söfnuninni í netbankanum þínum. Það getur t.d. borgað sig að setja ýmsan fastan kostnað í boðgreiðslur því þá safnarðu Aukakrónum þegar þú greiðir reikninga heimilisins. Þú getur síðan notað Aukakrónurnar hjá fjölmörgum samstarfsaðilum um allt land.

Aukakrónur

Vildarpunktar Icelandair

 

Nú getur þú borgað með símanum þínum

Með kortaappi Landsbankans getur þú nú geymt bæði debet- og kreditkortin þín í farsímanum og borgað með símanum um allan heim í posum sem bjóða snertilausa virkni. Þú finnur appið „Kort“ í Google Play Store. Úttektarheimildir og öll önnur virkni appsins er sú sama og þegar greitt er með greiðslukorti. Fríðindi á borð við Aukakrónur og tryggingar haldast því einnig óbreytt.


Svona virkjar þú nýja kreditkortið þitt

PIN-númerið er meðal annars aðgengilegt í netbanka Landsbankans á aðgerðahnappi fyrir aftan nýja kreditkortið á „Síðan mín“. Þú getur einnig óskað eftir að fá útprentað PIN númer sent heim í síma 410 4000 eða í næsta útibúi.

Nánari upplýsingar um PIN-númer kreditkorta

Þú virkjar nýja kreditkortið þitt með því að greiða einu sinni með hefðbundnum hætti í posa en þá er kortinu stungið í posann og PIN númerið notað. Þannig virkjar þú aðra eiginleika kortsins og samþykkir um leið skilmála þess. Að lokum þarftu að skrifa nafn þitt á undirskriftarsvæðið á bakhlið kortsins, klippa gamla kortið og eftir það getur þú notað nýja kortið hvar sem er, m.a. snertilaust.

 


Kortið berst þér innan tíðar – en þú getur líka pantað

Landsbankinn vinnur að því að skipta út eldri kreditkortum viðskiptavina. Ef þú vilt fá kortið sem fyrst getur þú pantað kortið með því að smella á hnappinn hér til hægri. Þú getur einnig sótt um kortið í næsta útibúi eða í þjónustuveri Landsbankans í síma 410 4000.


Athugasemd vegna kortafærslu

Ef gera þarf athugasemd vegna kortafærslu þarf að fylla út viðkomandi eyðublað.

Undirskrift korthafa er nauðsynleg ef endurkrafa er gerð vegna færslu og öll gögn sem styðja endurkröfumál þurfa að fylgja eyðublaðinu.