Greiðslumat

Greiðslumat er góð leið til að átta sig á núverandi fjárhagsstöðu og er jafnframt oft á tíðum forsenda fyrir lánveitingu.

Að sækja um greiðslumat

Greiðslumat er fjárhagsleg úttekt á stöðu umsækjanda og tekur mið af upplýsingum um tekjur og gjöld, eignir og skuldir. Greiðslumat er góður mælikvarði til að sjá hversu mikið svigrúm er til staðar til að greiða af nýju láni eftir að tekið hefur verið tillit til annarra útgjalda s.s. neyslu, reksturs bifreiðar og fasteignar auk annarra lána.

Til að sækja um greiðslumat þarf umsækjandi að hafa rafræn skilríki á farsíma til að samþykkja heimild fyrir gagnaöflun hjá CreditInfo og RSK ásamt öðrum þeim fyrirtækjum og stofnunum sem hafa upplýsingar um fjárhagsmálefni. Gögnin eru notuð til vinnslu við greiðslumatið.

Hjón og sambúðarfólk eru greiðslumetin saman fyrir sameiginlegri lántöku og því þurfa báðir aðilar að hafa rafræn skilríki.

Gátlisti fyrir greiðslumat vegna fasteignakaupa

Gátlisti fyrir greiðslumat vegna bílafjármögnunar

Sækja um greiðslumat

Kostnaður

Greiðslumat: 5500 kr.

Greiðslumat fyrir 3. aðila: 8500 kr.

Skuldastöðuyfirlit:
1350 kr. fyrir hvern einstakling.