Bílafjármögnun

Gátlisti fyrir greiðslumat vegna bílafjármögnunar

Greiðslumat vegna bílafjármögnunar er framkvæmt hjá Bíla- og tækjafjármögnun eða útibúum Landsbankans. Skila þarf inn gögnum sem nauðsynleg eru til þess að meta greiðslugetu við bifreiðakaup.

Sé umboð ekki undirritað með rafrænum skilríkjum þarf að skila inn:

  • Umboði til öflunar upplýsinga um fjárhag einstaklinga.
  • Launaseðlum og/eða staðgreiðsluyfirliti síðustu þriggja mánaða. Staðgreiðsluyfirlit má fá á skattur.is.
  • Afriti af síðustu skattskýrslu, staðfestri af skattafyfirvöldum eða löggiltum endurskoðanda.

Einnig ef við á:

  • Útprentun frá Innheimtumanni.
  • Staðfestingu frá fjármálafyrirtæki um sparifjáreign umsækjanda.
  • Afrit af þinglýstum húsaleigusamningi.
  • Ef um skilnað/sambúðarslit er að ræða: Fjárskiptasamningur sem tekur tillit til allra eigna og skulda, undirritaður, dagsettur og tvívottaður.

Tekjur, skuldir og eignir erlendis:

  • Skila þarf inn staðfestum gögnum fyrir tekjur, skuldir og eignir erlendis.
  • Umsækjandi þarf að útskýra eða þýða gögnin yfir á íslensku.
  • Staðfesting á skuldastöðu (credit report) þarf að fylgja ef umsækjandi er búsettur erlendis eða erlendur ríkisborgari.

Gildistími greiðslumats er 12 mánuðir.

Gögn lögð til grundvallar greiðslumati skulu alla jafna ekki vera eldri en mánaðargömul.

Athygli er vakin á því að Landsbankinn getur óskað eftir fleiri gögnum en hér eru tilgreind.

Senda skal gögn á btgogn@landsbankinn.is.