Viðbótar-lífeyrissparnaður

Viðbótarlífeyrissparnaður hefur ýmsa kosti. Þú getur lagt allt að 4% af launum í viðbótarlífeyrissparnað og launagreiðendur greiða að jafnaði allt að 2% í viðbótarframlag sem þýðir að þú færð greitt fyrir að spara.

Viðbótarlífeyrissparnaður tryggir lífsgæði

Viðbótarlífeyrissparnaður er sparnaður sem þú leggur inn mánaðarlega til að tryggja lífsgæði þegar starfsævinni lýkur. Sparnaðurinn er viðbót við lögbundinn lífeyrissparnað og er þín eign. Þú ræður hvernig þú ráðstafar honum eftir að þú nærð 60 ára aldri. Viðbótarlífeyrissparnaður erfist að fullu.

Viðbótarlífeyrissparnað má einnig nýta skattfrjálst til húsnæðissparnaðar eða til greiðslu inn á húsnæðislán að tilteknum skilyrðum uppfylltum.

Umsókn um viðbótarlífeyrissparnað

Tengt efni

Fróðleikur um lífeyrismál

Leiðin að eigin húsnæði

Leiðin að fyrstu íbúðinniÞegar þú ferð á eftirlaun lækka tekjurnar

Allir launþegar greiða í lögbundinn lífeyrissparnað. Þegar þú lýkur störfum eru lífeyrisgreiðslur aðeins hluti af þeim meðallaunum sem þú hafðir um ævina, en tekjurnar geta lækkað um allt að helming þegar þú ferð á eftirlaun. Viðbótarlífeyrissparnaður er mjög góð leið til að brúa þetta bil.Það borgar sig að byrja snemma

Ávöxtun, vextir og vaxtavextir hafa margföldunaráhrif og hækka hratt eftir því sem árin líða. Fyrsta greiðslan í viðbótarlífeyrissparnaðinn er sú dýrmætasta vegna þess að sú greiðsla á eftir að ávaxta sig í áratugi og margfaldast á endanum.

Reiknivél

Hvað gæti ég átt mikið í viðbótarlífeyrissparnaði þegar starfsævinni lýkur?Viðbótarlífeyrissparnaður er launahækkun

Launin hækka um 2% þegar þú byrjar að spara

Þegar þú greiðir 2-4% af laununum þínum í viðbótarlífeyrissparnað greiðir vinnuveitandi þinn 2% framlag á móti. Launin þín hækka því um 2% um leið og þú byrjar að spara.Skattalegt hagræði viðbótarlífeyrissparnaðar

Ekki er greiddur fjármagnstekjuskattur né eignaskattur af inneign í viðbótarlífeyrissparnaði. Upphæðin fer óskattlögð inn í sparnaðinn, en tekjuskattur er greiddur við úttekt og nýta má persónuafslátt við útgreiðslur. Viðbótarlífeyrissparnaður erfist að fullu og inneign er óaðfararhæf, en þá er ekki hægt að ganga að sparnaðinum við gjaldþrot. Útgreiðslur viðbótarlífeyrissparnaðar hafa ekki áhrif á greiðslur Tryggingastofnunar ríkisins (þ.e. vegna ellilífeyris, örorkulífeyris eða tekjutryggingar) eða greiðslur frá Atvinnuleysistryggingasjóði.Upphæðin sem þú reiðir af hendi margfaldast um leið

Vegna þess að framlagið þitt er dregið frá áður en tekjuskattur er reiknaður þá lækka útborguð laun aðeins um hluta af því sem leggst við sparnaðinn. Þegar mótframlag vinnuveitanda bætist við getur upphæðin sem leggst inn á sparnaðarreikninginn verið margföld sú upphæð sem þú leggur til.

Hvaða áhrif hefur viðbótarlífeyrissparnaður á útborguð laun?

kr.
kr.
kr.
kr.
kr.
Athugið að viðbótarlífeyrissparnaður er frádráttarbær frá skattskyldum tekjum við innborgun, en greiddur er tekjuskattur við útborgun og við útgreiðslur má nýta ónýttan persónuafslátt.

Viðbótarlífeyrissparnaður til að safna fyrir íbúð eða lækka íbúðalánin

Aðgerðir stjórnvalda

„Fyrstu kaup“ – Greiðsla inn á lán – Húsnæðissparnaður

Stjórnvöld hafa kynnt aðgerðir sem gera fólki kleift að nýta viðbótarlífeyrissparnað til lækkunar á höfuðstól íbúðalána eða til húsnæðiskaupa.

Að öllu óbreyttu telur Landsbankinn að þessi aðgerð gagnist flestum sem skulda af húsnæði eða eru að safna sér fyrir húsnæði. 

Landsbankinn mælir með því að fólk kynni sér skuldaúrræði stjórnvalda vel.

Reiknivél - lækkaðu lánin


Þú getur sparað skattfrjálst fyrir útborgun í fyrstu fasteign með greiðslum í viðbótarlífeyrissparnað. Þegar þú nýtir viðbótar-lífeyrissparnaðinn til að spara fyrir íbúðarhúsnæði færðu 2% mótframlag frá vinnuveitanda. Mótframlagið jafngildir launahækkun og rennur óskert inn á sparnaðinn. Með því að gera meira og leggja líka fyrir í reglubundinn sparnað færðu góð kjör og færist hraðar nær markinu.

Sparaðu fyrir útborgunAð greiða niður húsnæðislánið er líka sparnaður

Að greiða niður skuldir er einhver besta leiðin til að mynda eignir. Ef þú greiðir inn á íbúðalánið þitt með viðbótarlífeyrissparnaði nýtur þú skattaafsláttar og mótframlags launagreiðanda. Framlagið þitt margfaldast því um leið, flýtir fyrir eignamyndun og lækkar vexti og verðbætur sem þú greiðir af húsnæðisláninu þegar fram í sækir.

Nánar


Reglubundinn sparnaður

Með réttu samspili lögbundins lífeyrissparnaðar, viðbótarlífeyrissparnaðar og reglubundins sparnaðar getur þú skapað þér hærri ráðstöfunartekjur og sveigjanleg starfslok. Reglubundinn sparnaður getur reynst drjúg viðbót við ráðstöfunartekjur þegar starfsævi líkur.

Reglubundinn sparnaður í stuttu máli