Söfnun og notkun

Hvernig safna ég Aukakrónum?

Þú safnar Aukakrónum þegar þú notar kreditkortið þitt. Landsbankinn leggur inn í Aukakrónusöfnun þína 0,2%-0,5% af allri innlendri verslun og af boðgreiðslum og því er um að gera að nota kortið.

 • Allar áskriftir að blöðum, tímaritum, sjónvarpi, síma og interneti
 • Orkureikninga
 • Tryggingar
 • Bensín og bílavörur
 • Ferðalög
 • Veitingahús og afþreyingu
 • Fasteigna- og leikskólagjöld
 • Og fleira

Þú safnar líka Aukakrónum þegar þú verslar við samstarfsaðila Aukakróna. Samstarfsaðilarnir eru fjölmargir og er endurgreiðsluafslátturinn allt upp í 20%.

 • Afþreying og frístundir
 • Bíllinn
 • Fatnaður
 • Ferðalög og gisting
 • Gjafavara
 • Heilsan og útlit
 • Heimilið
 • Matvara
 • Veitinga og skyndibitastaðir

Þú safnar hinsvegar ekki aukakrónum af erlendri veltu, dráttarvöxtum/vöxtum, árgjöldum, útskriftargjöldum, úttektum úr hraðbanka og staðgreiðslu- og kortalánum (við samstarfsaðila).

Notkun Aukakróna

Þegar þú vilt nýta Aukakrónurnar þínar notar þú einfaldlega úttektarkortið sem greiðslukort hjá samstarfsaðilum Aukakróna.

Úttektarkortið virkar alveg eins og debetkort nema notkun þess takmarkast við samstarfsaðila Aukakróna. Heimildin þín á úttektarkortinu miðast við þá upphæð sem hlaðið hefur verið inn á kortið.

 • Aukakrónurnar er hægt að nýta hjá öllum samstarfsaðilum en ekki er hægt að fá Aukakrónur útborgaðar í peningum. 
 • Það er engin lágmarksfjárhæð þegar þú verslar fyrir Aukakrónur hjá samstarfsaðilum.
 • Hægt er að nota Aukakrónur sem hluta af greiðslu.
 • Aukakrónur gilda alltaf hjá samstarfsaðilum, einnig þegar um ræðir tilboð eða útsölur.
 • Þú getur ráðstafað þínum Aukakrónum til annarra sem safna Aukakrónum.
 • Kostnaður við notkun Aukakróna hjá samstarfsaðilum er enginn.

Panta úttektarkort

Hvernig hleð ég úttektarkortið?

Tvær leiðir eru í boði til að hlaða úttektarkort Aukakróna:

Sjálfvirk millifærsla

Einu sinni í mánuði, 3-4 virkum dögum eftir gjalddaga Visakortsins færast uppsafnaðar Aukakrónur mánaðarins inn á úttektarkortið þitt og eru þar með aðgengilegar og tilbúnar til notkunar hjá samstarfsaðilum. Flestir nýta sér þessa leið.

Handvirk millifærsla

Þú getur stýrt inneigninni á Aukakrónu úttektarkortinu á hverjum tíma og þegar þú vilt nýta uppsafnaðar Aukakrónur hleður þú þeim einfaldlega inn á úttektakortið í netbankanum og notar það síðan hjá þeim samstarfsaðilum sem þér hentar.

Ef þessi leið er farin þarf að skrá úttektarkortið úr sjálfvirkri millifærslu í netbankanum eða með símtali í Ráðgjafa- og þjónustuver.

 • Til að hlaða kortið handvirkt þarftu að skrá þig inn í netbankann. 
 • Einnig er hægt að hringja í Ráðgjafa- og þjónustuver til að hlaða úttektarkortið. 
 • Í netbankanum getur þú jafnframt séð hversu mörgum Aukakrónum þú hefur safnað, hversu margar eru á leiðinni eða millifært þær á einhvern annan sem er líka að safna Aukakrónum.


Aukakrónur

Staða á korti

Í sjóði:
Á korti:
Yfirlit færsla


Sæktu um kreditkort

Breyttu í Aukakrónukort

 


Aukakrónurnar í símanum

Á farsímavefnum l.is geturðu flett upp Aukakrónustöðunni og fengið lista yfir samstarfsaðila sem eru næst þér.

Aukakrónur