Fréttir

18. maí 2018 18:15

Landsbankinn setur upp rúbluhraðbanka í Smáralind

Landsbankinn hefur sett upp rúbluhraðbanka í Smáralind í tilefni af heimsmeistaramótinu í fótbolta sem hefst í Rússlandi í júní. Fjöldi Íslendinga er á leið á HM í Rússlandi en rússneskar rúblur eru alla jafna ekki fáanlegar á Íslandi. Rúbluhraðbankinn er á 2. hæð Smáralindar, við útganginn úr Smárabíói.


Nánar

18. maí 2018 18:01

Truflun á færslum í gegnum erlendar greiðsluþjónustur

Vegna truflunar í greiðslumiðlunarkerfum sem tengjast Visa-greiðslukortum geta korthafar sem greiða með milligöngu erlendra þjónustuaðila, s.s. PayPal og Google, orðið fyrir því að greiðslunum sé hafnað, þrátt fyrir að inneign eða heimild sé til staðar á greiðslukortum þeirra.


Nánar

16. maí 2018 16:48

HM í Hljómskálagarðinum og á Ingólfstorgi

Útsendingar frá HM í knattspyrnu munu fara fram í Hljómskálagarðinum og á Ingólfstorgi í sumar. Leikir íslenska landsliðsins verða sýndir í Hljómskálagarðinum en allir leikir mótsins á Ingólfstorgi.


Nánar