07. febrúar 2019 16:23
Landsbankinn hefur gefið út áhættuskýrslu fyrir árið 2018. Í skýrslunni er gerð ítarleg grein fyrir öllum þáttum áhættustjórnunar bankans og er henni ætlað að veita markaðsaðilum upplýsingar um áhættu- og eiginfjárstýringu bankans, eiginfjárstöðu hans og lausafjárstöðu.
Í skýrslunni kemur meðal annars fram að áhættustaða Landsbankans hafi lækkað lítillega á árinu 2018, mælt sem hlutfall áhættugrunns af heildareignum, þrátt fyrir talsverðan vöxt í lánasafni bankans. Allar stöður voru innan marka áhættuvilja bankans fyrir árið 2018. Skýrslan er á ensku og ber nafnið Risk and Capital Management 2018, Landsbankinn hf. Pillar III risk report.
Áhættuskýrsla Landsbankans fyrir árið 2018
15. febrúar 2019 15:38
Landsbankinn hlaut þrjár tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna sem verða afhent 22. febrúar á Hilton Reykjavík Nordica. Netbanki einstaklinga er tilnefndur í flokknum vefkerfi ársins, Landsbankaappið hlaut tilnefningu sem app ársins og Umræðan keppir um bestu efnis- og fréttaveituna.
15. febrúar 2019 13:37
Landsbankinn og viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík hafa skrifað undir samstarfssamning til þriggja ára. Markmiðið með samningnum er að styrkja nemendur í BSc námi í viðskipta-og hagfræði til þátttöku í alþjóðlegri keppni í fjárfestingum.
12. febrúar 2019 15:33
Á grundvelli trausts ársuppgjörs fyrir 2018 hefur Landsbankinn í dag lokið sölu á skuldabréfum með breytilegum vöxtum til þriggja ára að fjárhæð 1.000 milljónir norskra króna og 500 milljónir sænskra króna. Gert er ráð fyrir að skuldabréfin fái lánshæfiseinkunnina BBB+ frá S&P Global Ratings.
Skráðu þig á póstlista
Landsbankinn hf. Austurstræti 11, 155 Reykjavík, kt. 471008-0280 Swift: NBIIISRE
Swift/BIC: NBIIISRE Lagalegur fyrirvari Viðskiptaskilmálar Starfsfólk Öryggismál
Hér getur þú sent okkur fyrirspurn, ábendingu, hrós eða kvörtun.