Fjármögnun bíla og tækja

Landsbankinn býður fyrirtækjum hagstæðar leiðir til fjármögnunar á atvinnutækjum. Í boði eru bílalán, bílasamningar og kaupleigusamningar. Fjármögnun bíla og tækja með eignaleigu nýtist þeim sem ekki vilja binda rekstarfé í tækjum og vilja hafa sveigjanleika í greiðslubyrði til að sem best jafnvægi ríki á milli tekjustreymis og útgjalda fyrirtækisins.

Bílalán

Lán fyrir viðskiptavini sem vilja vera skráðir eigendur að ökutækinu / atvinnutækinu. Um er að ræða veðskuldabréf þar sem Landsbankinn er á fyrsta veðrétti.

Bæði eru í boði jafnar greiðslur og fastar afborganir þar sem greiðslur lækka eftir því sem líður á lánstímann. Öll bílalán eru með óverðtryggðum breytilegum vöxtum.

Nánar um bílalán

Bílasamningur

Með bílasamningi er gerður samningur milli viðskiptavinar og Landsbankans um kaup á ökutæki / atvinnutæki. Landsbankinn er þá skráður eigandi tækisins á samningstímanum en viðskiptavinur skattalegur eigandi og getur því fært afskriftir til gjalda ásamt vöxtum líkt á sama hátt og ef um bílalán væri að ræða. Við uppgreiðslu eru gerð eigendaskipti af Landsbankanum yfir á viðskiptavininn.

Bílasamningar eru í boði óverðtryggðir á föstum vöxtum fyrstu 36 mánuðina eða á breytilegum vöxtum allan samningstímann.

Nánar um bílasamninga

Kaupleiga

Kaupleigusamningar byggja á því að Landsbankinn kaupir tæki og leigir það til leigutaka sem greiðir það niður með leigugreiðslum á samningstímanum. Landsbankinn er því eigandi tækisins á meðan á leigutíma stendur, en leigutaki hefur fullan umráðarétt yfir því á meðan.

Þegar tæki er tekið á kaupleigu er það eignfært í bókum leigutaka á leigutímanum og getur hann því fært afskriftir til gjalda ásamt vöxtum og kostnaði af leigugreiðslum. Hann fær þó ekki eignarhald í tækinu fyrr en samningur er uppgreiddur.

Nánar um kaupleigu

Stærð bíls og eyðsla hafa áhrif á kostnað

Hvað kostar eldsneytið?