Lífeyrissparnaður

Gjalddagi og eindagi iðgjalds til lífeyrissjóðs

Iðgjaldstímabil er að hámarki einn mánuður. Gjalddagi iðgjalda er 10. næsta mánaðar og eindagi 30. þess mánaðar. Ef iðgjald er ekki greitt fyrir eindaga leggjast á það hæstu dráttarvextir sem Seðlabanki Íslands heimilar innlánsstofnunum að taka. Dráttarvextir eru reiknaðir frá gjalddaga til greiðsludags.

Skil á greiðslum

Við skil á greiðslum launþega, hvort sem um er að ræða viðbótar- eða lögbundinn lífeyrissparnað, þurfa alltaf að fylgja skilagreinar til að hægt sé að skipta greiðslunni niður á launþega eftir því hvaða ávöxtunarleið launþeginn hefur valið að ávaxta sparnað sinn í.

Útreikningi á framlagi launagreiðanda má skipta í tvennt:

1. Lögbundið iðgjald

Lágmarksiðgjald til lífeyrissjóðs skal vera  12% af iðgjaldastofni skv. lögum. Launagreiðendur greiða 8% af heildarlaunum launþega sinna í lögbundinn lífeyrissparnað. Framlag launþegans er 4%. Einstaklingur sem er með 100.000 kr. í heildarlaun á mánuði leggur því 12.000 kr. fyrir í lögbundinn lífeyrissparnað á mánuði, 4.000 kr. af sínum heildarlaunum og launagreiðandinn 8.000 kr. á móti.

2. Viðbótarlífeyrissparnaður

Ef launþegi velur að leggja fyrir í viðbótarlífeyrissparnað er honum heimilt að leggja allt að 4% (af óskattlögðum tekjum) í viðbótarlífeyrissparnað. Launagreiðandi sér um að koma greiðslunum til skila. Mótframlag launagreiðanda fer eftir kjarasamningum en algengast er að mótframlagið sé 2%