Fyrirtækjaþjónusta

Sérfræðiþekking á fjölbreyttum þörfum fyrirtækja

Starfsfólk fyrirtækjaþjónustu Landsbankans leggur sig fram við að koma til móts við þarfir fyrirtækja. Við horfum fram á veginn þegar kemur að viðskiptasamböndum og störfum með fyrirtækjum á ólíkum vaxtarskeiðum.

Hjá okkur starfa tugir sérfræðinga um land allt sem sérhæfa sig í þjónustu við fyrirtæki í öllum helstu greinum atvinnulífsins.

Hafðu samband

  • Fyrirtækjaþjónusta Landsbankans, sími 410 5000
  • Opið mánudaga til föstudaga kl. 9 til 16
  • Sendu okkur tölvupóst á netfangið fyrirtaeki@landsbankinn.is.

Hjá fyrirtækjaþjónustu Landsbankans sérhæfum við okkur í að koma til móts við þarfir fyrirtækja. Við horfum fram á veginn þegar kemur að viðskiptasamböndum og störfum með fyrirtækjum á ólíkum vaxtarskeiðum.

 

Í netbanka fyrirtækja færðu yfirsýn yfir öll fjármál fyrirtækisins, við bjóðum einnig sértækar lausnir á borð við greinargóðar skýrslur um innheimtu, beintengingu við bókhaldskerfi og kortalausnir sem einfalda innkaup.

Við bjóðum ýmsar gerðir rekstrarlána, fjármögnum tækjakost, veitum fjárfestingalán og aðstoðum við fjármögnun á verðbréfamarkaði. Við ávöxtum fé og bjóðum virka eignastýringu fyrir eignir fyrirtækisins.

Fyrirtækjaþjónusta um allt land

Á höfuðborgarsvæðinu sinnir Fyrirtækjamiðstöð Landsbankans málefnum minni og meðalstórra fyrirtækja. Fyrirtækjamiðstöðin er í Borgartúni 33 í Reykjavík, 2. hæð. Þar eru allir starfsmenn fyrirtækjaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu staðsettir og fyrirtæki geta sótt þangað alla þjónustu sem þau þarfnast.

Utan höfuðborgarsvæðisins er þjónusta við minni og meðalstór fyrirtæki veitt í útibúum Landsbankans.