Nýsköpun

Landsbankinn hefur staðið fyrir nýsköpunarviðburðinum Iceland Innovation UnConference, styður við bakið á Svanna og er einn af bakhjörlum Gulleggsins.

Þjónusta og stuðningur við frumkvöðla

Starfsfólk fyrirtækjaþjónustu Landsbankans aðstoðar fyrirtæki á öllum vaxtarskeiðum með alla almenna bankaþjónustu.

Séu nýsköpunar- og sprotafyrirtæki að stíga sín fyrstu skref og leita eftir upplýsingum um stuðning við nýsköpun bendum við á heimasíðu Impru á Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Impra veitir frumkvöðlum og smærri fyrirtækjum ýmiskonar upplýsingar og leiðsögn og má þar m.a. fá ráðgjöf varðandi mótun viðskiptahugmyndar og rekstur fyrirtækja.

Fyrirtækjaþjónusta Landsbankans


Einn helsti bakhjarl Gulleggsins

Klak Innovit stendur árlega fyrir frumkvöðlakeppninni Gullegginu en Landsbankinn hefur lengi verið einn helsti bakhjarl hennar.

Keppnin er haldin er að fyrirmynd MIT háskóla í Bandaríkjunum og VentureCup á Norðurlöndunum. Meginmarkmið keppninnar er að skapa vettvang fyrir ungt athafnafólk til að öðlast þjálfun og reynslu í mótun nýrra viðskiptahugmynda og rekstri fyrirtækja.

Samhliða keppninni er þátttakendum boðið upp á námskeið, ráðgjöf og aðstoð sérfræðinga. Frá mótun hugmyndar til áætlanagerðar og þjálfunar í samskiptum við fjárfesta.

Gulleggið


Í samvinnu við Svanna - lánatryggingasjóð kvenna

Svanni - lánatryggingasjóður kvenna er í samstarfi við Landsbankann um lánafyrirgreiðslu til fyrirtækja sem eru í meirihlutaeigu kvenna og eru undir stjórn kvenna.

Svanni er í eigu velferðarráðuneytisins, atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins og Reykjavíkurborgar. Markmið sjóðsins að styðja við bakið á konum sem eiga fyrirtæki, að stuðla að því að fleiri konur eigi fyrirtæki og að auka aðgengi þeirra að fjármagni. 

Fyrirtæki geta sótt um tryggingu fyrir lánsfjárhæð að hámarki 10 milljónir króna.

Svanni

Hafðu samband

Hafir þú spurningar um viðburði sem bankinn stendur fyrir eða styður við má senda póst á netfangið nyskopun@landsbankinn.is.