Landsbankinn býður úrval erlendra fjárfestingarkosta sem henta ólíkum markmiðum og annast viðskipti með bréf og sjóði á öllum helstu mörkuðum heims fyrir viðskiptavini sína.
Landsbréf Global Portfolio
Landsbréf Global Portfolio er fjárfestingarsjóður með virka eignastýringu. Sjóðurinn er ætlaður einstaklingum, fyrirtækjum og fagfjárfestum og hentar þeim sem vilja fjárfesta í dreifðu og blönduðu safni erlendra hlutdeildarskírteina og innlána. Áhersla er lögð á fjárfestingar í hlutdeildarskírteinum erlendra hlutabréfasjóða.
Landsbréf – Nordic 40
Nordic 40 er vísitölusjóður sem rekinn er af Landsbréfum og hefur að markmiði að ná góðri ávöxtun og dreifingu áhættu með því að fjárfesta í þeim félögum sem mynda norrænu hlutabréfavísitöluna OMXN40.
Landsbréf – Global Equity Fund
Global Equity Fund er sjóðasjóður á vegum Landsbréfa sem hefur að markmiði að ná góðri ávöxtun og dreifingu áhættu með því að fjárfesta í alþjóðlegum verðbréfasjóðum, kauphallarsjóðum og stökum hlutabréfum.
Fjölbreytt úrval sjóða
Landsbankinn er í samstarfi við þekkt erlend sjóðafyrirtæki á borð við AllianceBernstein, BlackRock, Carnegie Funds, T. Rowe Price Funds og UBS sem bjóða upp á fjölbreytta kosti sem henta ólíkum markmiðum.
Varsla
Landsbankinn hefur upp á að bjóða vörsluþjónustu á erlendum verðbréfum og verðbréfasjóðum.
Nánari upplýsingar má fá hjá Verðbréfa- og lífeyrisráðgjöf í síma 410 4040 eða netfanginu verdbrefaradgjof@landsbankinn.is.