Bandarísk verðbréf

Bandarísk verðbréf í vörslu Landsbankans (W-eyðublöð)

Viðskiptavinur þarf að skila til Landsbankans viðeigandi W- eyðublaði sem útgefið er af bandarískum skattyfirvöldum svo skattlagning á greiðslum til viðskiptavinar sé rétt, m.a. samkvæmt tvísköttunarsamningi milli Íslands og Bandaríkjanna.

Í október 2017 var öllum viðskiptavinum sem eiga bandarísk verðbréf í vörslu bankans sent bréf. Þar kemur fram að samkvæmt bandarískri skattalöggjöf beri að halda eftir skatti vegna allra greiðslna til eigenda bandarískra verðbréfa, svo sem vaxta- og arðgreiðslur.

Sýnishorn af útsendu bréfi til einstaklinga – október 2017

Sýnishorn af útsendu bréfi til lögaðila – október 2017

Eyðublöð

Skila ber einu af eftirfarandi W- eyðublöðum til bankans sem tilgreind eru hér að neðan (eftir því sem við á).

Upplýsingar af mörkuðum

Á sjóðasíðu okkar má finna upplýsingar um fjölbreytt úrval verðbréfa- og fjárfestingarsjóða; þróun ávöxtunar, gengi, eignasamsetningu, áhættukvarða og samanburð.

landsbankinn.is/markadir

Einstaklingar

 • W-8BEN eyðublaðið á við um einstaklinga sem ekki eru bandarískir aðilar í skilningi bandarískra skattalaga (t.d. íslenskir ríkisborgarar).
  Með því að skila eyðublaðinu undirrituðu staðfestir viðskiptavinur að hann sé ekki bandarískur aðili í skilningi bandarískra skattalaga.
 • W-9 eyðublaðið á við um einstaklinga sem eru bandarískir aðilar í skilningi bandarískra skattalaga (t.d. bandarískir ríkisborgarar og handhafar græna kortsins).
  Með því að skila eyðublaðinu undirrituðu staðfestir viðskiptavinur að hann sé bandarískur aðili í skilningi bandarískra skattalaga.

Lögaðilar

 • W-8BEN-E eyðublaðið á við um lögaðila sem ekki eru bandarískir aðilar í skilningi bandarískra skattalaga.
  Með því að skila eyðublaðinu undirrituðu staðfestir viðskiptavinur að hann sé ekki bandarískur aðili í skilningi bandarískra skattalaga.
 • W-9 eyðublaðið á við um lögaðila sem eru bandarískir aðilar í skilningi bandarískra skattalaga.
  Með því að skila eyðublaðinu undirrituðu staðfestir viðskiptavinur að hann sé bandarískur aðili í skilningi bandarískra skattalaga.

 

W- eyðublöðin gilda til loka þriðja almanaksárs frá undirritun þeirra. Þannig gildir W- eyðublað sem undirritað er 1. nóvember 2017 til 31. desember 2020. Það þarf því að jafnaði að senda Landsbankanum undirrituð W- eyðublöð á þriggja ára fresti.

Viðskiptavinir eru vinsamlegast beðnir um að fylla út, dagsetja og afhenda Landsbankanum undirritað W- eyðublað í tölvupósti á netfangið: fatca@landsbankinn.is. Í útsendu bréfi til viðskiptavina – október 2017 fylgdi umslag sem láta má ófrímerkt í póst eða afhenda í næsta útibú Landsbankans hf.

Ef einhverjar spurningar vakna þá vinsamlegast hafðu samband við sérfræðinga í Verðbréfa- og lífeyrisþjónustu Landsbankans með því að hringja í síma 410 4040 eða með því að senda tölvupóst á fatca@landsbankinn.is.

Leiðbeiningar Landsbankans

Leiðbeiningar Landsbankans varðandi það hvernig fylla á út W-8BEN eyðublaðið
(aðili sem ekki er bandarískur einstaklingur).

Leiðbeiningar Landsbankans varðandi það hvernig fylla á út W-8BEN-E eyðublaðið
(aðli sem ekki er bandarískur lögaðili).

Leiðbeiningar Landsbankans varðandi það hvernig fylla á út W-9 eyðublaðið
(aðili sem er bandarískur einstaklingur eða lögaðili).

Leiðbeiningar bandarískra skattyfirvalda (IRS)

Leiðbeiningar IRS varðandi það hvernig fylla á út W-8BEN eyðublaðið
(aðili sem ekki er bandarískur einstaklingur).

Leiðbeiningar IRS varðandi það hvernig fylla á út W-8BEN-E eyðublaðið
(aðili sem ekki er bandarískur lögaðili).

Leiðbeiningar IRS varðandi það hvernig fylla á út W-9 eyðublaðið
(aðili sem er bandarískur einstaklingur eða lögaðili).