Umhverfisstyrkir

Umhverfisstyrkjum er ætlað að styðja við verkefni á sviði umhverfismála og náttúruverndar. Styrkir til umhverfismála byggja á stefnu bankans um samfélagslega ábyrgð hans og skyldur.

Sérstök dómnefnd skipuð þremur sérfræðingum í umhverfismálum sem eru óháðir bankanum fer yfir umsóknirnar og ákveður hvaða verkefni hljóta styrk.  

Umsóknarfrestur árið 2018 er liðinn. Heildarupphæð umhverfisstyrkja nemur 5.000.000 kr. og eru þeir veittir í tveimur þrepum:

  • 650.000 kr.
  • 300.000 kr.

Verkefni sem einkum koma til greina eru:

  • Verkefni á sviði náttúruverndar, t.a.m. skógrækt, landgræðsla og hreinsun landsvæða.
  • Verkefni er styðja betra aðgengi fólks að náttúru landsins.
  • Verkefni er nýtast til verndar landsvæðum, t.d. vegna ágangs búfénaðar eða ferðamanna.
  • Verkefni er auka þekkingu og vitund almennings á umhverfismálum.
  • Verkefni er hvetja til umhverfisvæns hátternis.