Fréttir

01. október 2020 10:33

Hagsjá: Spáum óbreyttum stýrivöxtum

Lítið hefur gerst frá síðasta vaxtaákvörðunarfundi í ágúst sem kallar á vaxtabreytingu nú. Við spáum því óbreyttum stýrivöxtum við næstu vaxtaákvörðun þann 7. október.


Nánar

29. september 2020 13:07

Hagsjá: Verðbólgan 3,5% í september

Verðbólga í september mældist 3,5% en mælingin kom ekki á óvart þar sem opinberar spár lágu á bilinu 0,31% til 0,44% til hækkunar milli mánaða. Við reiknum með 0,36% hækkun verðlags í október, 0,26% hækkun í nóvember og 0,26% hækkun í desember. Gangi spáin eftir verður ársverðbólgan 3,8% í desember.


Nánar

29. september 2020 11:18

Reynir Smári Atlason til Landsbankans

Reynir Smári Atlason hefur verið ráðinn til starfa hjá Landsbankanum. Hann mun sinna störfum tengdum samfélagsábyrgð og sjálfbærnimálum bankans. Reynir er einn af stofnendum ráðgjafarfyrirtækisins Circular Solutions og hefur í gegnum störf sín komið að flestum grænum skuldabréfaútgáfum hér á landi.


Nánar

Skráðu þig á póstlista